Í Eldheimum í gær voru þrettán starfsmenn Vestmannaeyjabæjar kvaddir með þakklætisgjöf fyrir sín störf fyrir bæinn, en þau voru öll að ljúka starfsævi sinni hjá bænum. Íris Róbertsdóttir afhenti gjafirnar, lúðrasveitin tók nokkur lög og gestum var boðið uppá léttar veitingar.
Þau sem eru að hætta eru Ásta Finnbogadóttir, Egill Egilsson, Guðný Sigríður Hilmisdóttir, Guðrún Dröfn Guðnadóttir, Halla Júlía Andersen, Jóhanna Gunnarsdóttir, Jóhanna Njálsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólöf Margrét Magnúsdóttir, Stefán Gíslason, Stefán Sigurjónsson, Svava Hafsteinsdóttir, Þóra Hjördís Egilsdóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst