Trölli hefur nú í annað sinn safnað fé til styrktar góðgerðarmálum fyri jólin. Í ár valdi hann að styðja félagið Gleym mér ei , sem veitir aðstoð og stuðning þeim sem upplifa missi á meðgöngu, í eða eftir fæðingu. Markmið félagsins er að heiðra minningu þeirra litlu ljósa sem slokkna með því að styrkja málefni tengd slíku áfalli.
Trölli afhenti Þórunni Pálsdóttur, stofnanda félagsins, styrk að upphæð 850.000 krónur. Hann vill þakka öllum sem tóku þátt í söfnuninni og senda þeim kærar óskir um gleðilega hátíð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst