Túrinn gekk vel - eitt atvik stóð þó upp úr
1. október, 2025
Dekk Thorunn Bk Cr
Ljósmyndir/vsv.is

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Þar kemur fram að aðalstarf Berglindar sé bryti um borð í Herjólfi. Hún fór í túrinn á Þórunni í vaktarfríi sínu og þurfti aðeins einn dag frí frá Herjólfi. „Ég var búin að draga Hjördísi yfirbryta með mér í skemmtinefndina og hún var ekkert sérstaklega ánægð þegar ég hoppaði frá borði rétt fyrir partíið. En hún gaf mér að lokum leyfi,“ segir Berglind og brosir.

Berglind og Sæþór Páll sonur hennar.

Ættuð úr sjómannafjölskyldu

Berglind á rætur í sjómennsku. Afi hennar var skipstjóri og útgerðarmaður og faðir hennar, Kristján Óskarsson var það einnig. Hún var ung þegar hún fór í sína fyrstu veiðiferð.

„Ég fór fyrsta túrinn 1987 með Emmunni og aftur 1993 á Vestmannaey VE, sem þá var frystitogari. Ég ætlaði að fara oftar, en þegar ég kom úr túrnum komst ég að því að ég væri ólétt – og þá lauk þeirri sjómannssögu.“

Síðan í lok árs 2021 hefur Berglind verið í áhöfn Herjólfs og tekið við sem kokkur þar í júlí 2022. „Þetta er alveg geggjað – svo skemmtilegt fólk um borð,“ segir hún.

Veltingur, rjómaterta og sósuævintýri

Túrinn á Þórunni gekk vel. „Hann byrjaði rólega en svo gekk þetta fínt. Við fórum vestur og túrinn tók viku. Fengum um 400 kör af blönduðum afla,“ segir Berglind.

Eitt atvik stendur þó upp úr. „Veðrið var búið að vera gott og ég gleymdi augnablik að við værum á sjó. Ég var að græja rjómatertu og súkkulaðisósu ofan á hana. Ég lagði pottinn frá mér – þá kom skyndilega veltingur, potturinn datt í gólfið og sósan dreifðist um allt eldhúsið. Mars, rjómi og súkkulaði út um allt!“

Þrátt fyrir verkefnalistann – kvöldkaffi, hryggir til að úrbeina og fisk til að flaka – var Berglind fegin að tertan sjálf fór ekki í gólfið. „Ég náði að gera nýja sósu en þurfti að skrúbba eldhúsið hátt og lágt. Það var svo mikill veltingur að ég var á hnjánum með skúringafötuna og skautaði fram og til baka,“ segir hún hlæjandi.

Samsett mynd.

Álag í eldhúsinu án uppþvottavélar

Álagið jókst þar sem uppþvottavélin var biluð. „Ég komst því ekkert í aðgerð í þessum túr, þó að ég hefði gjarnan viljað það. Þegar vélin var í lagi í fyrra gat ég farið með í aðgerð,“ segir hún.

Dagarnir runnu saman. „Ég vaknaði, græjaði morgunmat, vaskaði upp, fór beint í hádegismat, svo þrjúkaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Þá sér maður hvað uppþvottavél skiptir miklu máli.“

Hún lét þó ekki deigan síga. „Ég fór á millidekkið og flakaði bæði þorsk og rauðsprettu fyrir áhöfnina í matinn – og Sæþór Páll sonur minn hjálpaði mér,“ segir Berglind.

Sem betur fer fékk hún einnig aðstoð við matargerðina. „Grétar Þór Þórsson hjálpaði mér einn dag í pizzugerðinni og það munaði heilmikið um það. Þetta voru svo skemmtilegir og hressir peyjar – mér fannst frábært að vera með þeim,“ segir Berglind að lokum og sendir kærar þakkir til skipsfélaga sinna.

Fleir myndir frá túrnum má sjá hér. 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 9 Tbl 2025
9. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.