Nokkur erill var hjá lögreglu í liðinni viku vegna hinna ýmsu mála sem komu upp. Nokkuð var um að lögreglan þurfti að aðstoða borgarana vegna ölvunarástands fólks. �?á fékk lögreglan nokkrar kvartanir vegna hávaða bæði frá heimahúsum sem og frá flugeldum sem enn virðist vera eitthvað af. Rétt er að það komi fram að óheimilt er að skjóta upp flugeldum nema í kringum áramót og með sérstöku leyfi lögreglustjóra.
Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í liðinni viku og átti önnur sér stað á Heiðarvegi fyrir utan Leikhúsið þar sem fullorðin maður réðst að unglingspilti með þeim afleiðingum að pilturinn fékk áverka. Hin árásin átti sér stað á Skólavegi en þarna hafði einhver leiðindi orðið á milli tveggja manna eftir eftir að annar mannanna braut rúðu. Enduðu þessi samskipti með því að annar mannanna sló hinn þannig að hann nefbrotnaði. Bæði málin eru í rannsókn.
Fimm kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstri, ólöglega lagningu ökutækja og ökuljós ekki tendruð.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni en þarna hafði bifreið verið ekið afturábak á kyrr-
stæða bifreið. Tjón varð á báðum bifreiðum en engin slys á fólki.