Tveir sólarhringar höfn í höfn
24. apríl, 2025
londun_eyjarnar
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í gær. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og enduðu á Sannleiksstöðum út af Þorlákshöfn. Skipstjórarnir, Jón Valgeirsson á Bergi og Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey, voru mjög sáttir við veiðina en báðir töluðu um að vertíðin væri að enda. Skipin halda til veiða á ný á morgun.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.