Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle.
Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það var smíðað í Helsinki í Finnlandi og var sett á flot 5. júní 2003. Skipið sem er 294 metrar á lengd og tæpir 39 metrar á breidd tekur hvorki Meira né minna en 2124 farþega. Í áhöfn eru 930 manns.
Auk þessa risaskips kom til hafnar um hádegisbil leiðangursskipið National Geographic Explorer. Það tekur 148 farþega. Það er því mjög líflegt í Eyjum í dag. Myndir (frá í dag) og myndband (sem sýnir inn í stóra skipið) má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst