Sunnudaginn 4. mars nk. stendur Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum fyrir kvöldpoppmessu í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Leikin verða lög írsku rokksveitarinnar U2 sem eins og flestir vita er ein af stærstu hljómsveitum veraldarinnar. Hver veit nema lög eins og Sunday Bloody Sunday, One og Pride (in the Name of Love) muni kitla hljóðhimnur.