Um 400 manns mættu á mótmælaaðgerðir á Básaskersbryggjunni í Vestmannaeyjum og mótmæltu þeirri stöðu sem komin er upp í samgöngumálum Eyjanna. Landeyjahöfn er lokuð fyrir Herjólf og bendir fátt til þess að veturinn sem nú er að ganga í garð verði eitthvað auðveldari en sá síðasti. Um þennan þjóðveg fóru um 180 þúsund manns í sumar og höggið því mikið fyrir ferðaþjónustuaðila, sem m.a. komu að skipulagningum mótmælanna.