Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 í dag, föstudag og gildir til kl. 19:00 mánudaginn 5. ágúst nk.:
- Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og er framúrakstur bannaður.
- Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk.
- Akstur stærri ökutækja verður bannaður um Dalveg nema fyrir ökutæki til fólks- eða vöruflutninga á vegum þjóðhátíðarnefndar.
- Hámarkshraði á Hamarsvegi frá Áshamri að Brekkugötu verður lækkaður úr 50 km/klst. í 30 km/klst.
- Bifreiðastöður verða einungis heimilar á sér merktum bifreiðarstæðum. Búast má við að bifreiðar, sem lagt verður utan merktra bifreiðastæða verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.
„Þar sem gera má ráð fyrir að bifreiðarstæði verði mjög takmörkuð við Dalveg er þjóðhátíðargestum bent á sérstaklega merkt bifreiðarstæði í nágrenni við Herjólfsdal á öðrum merktum svæðum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.