Umræða um samgöngumál

Á fundi bæjarráðs sl., þriðjudag 6. júní áttu bæjarfulltrúar fund með viðræðunefnd Vestmannaeyjabæjar, um endurskoðun og endurnýjun þjónustusamnings milli bæjarins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Samninganefndin fór yfir stöðu viðræðnanna. Gangur er í viðræðunum, en ekki er hægt að greina frá efni þeirra á meðan á viðræðum stendur.

Bæjarráð tók einnig fyrir beiðni innviðaráðuneytisins dags. 16. maí sl., um tilnefningu fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í sérstakan starfshóp um mat á fýsileika jarðganga milli lands og Eyja, byggt á fyrirliggjandi vísindagögnum og nýjustu upplýsingum.

Bæjarráð hefur ákveðið að tilnefna Gylfa Sigfússon, framkvæmdastjóra Eimskips í Bandaríkjunum, sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í starfshóp innviðaráðherra.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.