Gengið hefur verið frá öllum ráðningum umsjónakennara og stjórnenda við Grunnskóla Vestmannaeyja fyrir veturinn 2018-2019.
Miklar breytingar hafa átt sér stað á stjórnendateymi skólans. Anna Rós Hallgrímsdóttir tekur við sem skólastjóri.
Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Barnaskóla, hann er ráðinn tímabundið í eitt ár í fjarveru Ingibjargar Jónsdóttur.
Óskar Jósúason hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla.
Deildarstjórar verða þrír, einn á hverju stigi. Ásdís Tómasdóttir verður deildarstjóri unglingastigs, Svanhvít Friðþjófsdóttir deildarstjóri miðstigs og Rósa Hrönn Ögmundsdóttir deildarstjóri yngsta stigs.
Allar stöður voru auglýstar á vef Vestmannaeyjabæjar fyrir utan staða aðstoðarskólastjóra i Barnaskóla, sú staða var auglýst innanhús þar sem um tímabundna ráðningu er að ræða. Gaman að segja frá því að fjölmargir sóttu um allar sex stöðurnar.
Umsjónarkennarar 2018-2019 eru eftirfarandi:
1. bekkur: Sigríður Ása Friðriksdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir og Þórdís Jóelsdóttir
2. bekkur: Íris Pálsdóttir, Guðrún Snæbjörnsdóttir og Margrét Elsabet Kristjánsdóttir
3. bekkur: Anna Lilja Sigurðardóttir, Helga Björg Garðarsdóttir og Snjólaug Elín Árnadóttir
4. bekkur: Sara Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir og Þóra Sigríður Sigurðardóttir
5. bekkur: Birgit Ósk Bjartmarz, Kristinn Guðmundsson og Narfi Ísak Geirsson
6. bekkur: Daníel Geir Moritz, Ester Sigríður Helgadóttir og Sæfinna Ásbjörnsdóttir
7. bekkur: Arnheiður Pálsdóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir, Jóhanna Alfreðsdóttir
8. bekkur: Elísa Sigurðardóttir og Dóra Guðrún Þórarinsdóttir
9. bekkur: Berglind Þórðardóttir, Jónatan G.Jónsson og Ólafía Ósk Sigurðardóttir
10. bekkur: Erna Valtýsdóttir, Evelyn Bryner og Hildur Jónasdóttir
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst