Undanúrslit í úrslitakeppni Olísdeildar kvenna í handknattleik hefjast í dag klukkan 18:00 með leik Vals og ÍBV í N1 höllinni við Hlíðarenda.
Ljóst er að verkefnið verður krefjandi fyrir Eyjastelpur en lið Valst er ógnar sterkt. Liðin mættust þrívegis í deildinni í vetur og er skemmst frá því að segja að Valur bar sigur úr bítum í öllum viðureignum liðanna.
Sigra þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sætir í úrslitum. Liðin mætast öðru sinni í Vestmannaeyjum á föstudag klukkan 19:40.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst