Undirliggjandi þema speglast í myndunum
Sigurgeir og Katrín ánægð með afraksturinn.

Katrín fékk frjálsar hendur við myndlýsingu bókarinnar:

„Þetta heitir samskiptahönnun og grafísk hönnun, sem flestir þekkja, heyrir undir hana. Er á aðeins breiðara sviði og snýst um að miðla upplýsingum á sjónrænan hátt. Ég lærði í Kolding School of Design í Danmörku og er þetta þriggja ára nám,“ segir Katrín Hersisdóttir um nám sitt. Hún er dóttir Hersis, sonar Sigurgeirs og Katrínar Magnúsdóttur, og Guðnýjar Guðmundsdóttur og hún er 23 ára. Það var hún sem ýtti afa sínum út í að gefa út sína 14. bók, Fyrir afa, nokkrar smásögur.

„Ég hef alltaf haft áhuga á að gera eitthvað skapandi en í MR einbeitti ég mér meira að raungreinum, sem ég hef mjög gaman af. Ákvað samt að prófa þetta eftir stúdentspróf og sé ekki eftir því. Fór þá í lýðháskóla sem kennir hönnun og grafíska hönnun og fannst svo gaman að ég ákvað að fá mér bakkalárgráðu í þessu. Þar lærði ég mikið og kynntist alls konar fólki. Er ekki ákveðin hvað ég ætla að gera en stefni á framhaldsnám,“ segir Katrín en hvernig kom það til að hún ákvað að myndlýsa bók afa síns?

„Það voru þær Saga og Birta, litlu frænkur mínar, sem stungu upp á þessu í matarboði. Ég sló til, fékk afa til að gefa út enn eina bókina sem ég ætlaði að myndlýsa. Nú er bókin komin út og eru myndirnar í henni lokaverkefni mitt frá skólanum sem ég kláraði í vor.“

Flestar eru myndirnar úr Vestmannaeyjum, efni sem Sigurgeir sendi henni og myndir sem hún tók sjálf. „Í myndunum eru m.a. tákn sem lýsa sögunum í staðinn fyrir myndir af persónum. Ég spurði afa hvort hann hefði einhverjar skoðanir á myndavali en hann sagði: – Þú gerir þetta nákvæmlega eins og þú vilt. Þetta er í þínum höndum. Í bókinni eru nokkrar myndir frá ferð okkar afa og ömmu til Rómar fyrr á þessu ári.

Vildi að afi yrði sáttur

Auðvitað hafði hann áhrif, óbeint því ég vildi að hann yrði sáttur. Var einhver partur af manni sem hugsaði, hvað finnst afa? Annars fékk ég algjört frelsi. Gerði reyndar smá mistök sem hann kom auga á, myndin af höfninni og Bjarnarey var spegluð.“

Katrín segir að í sögum afa hennar sé undirliggjandi þema sem speglast í myndunum. „Það er oft minnst á eftirlífið sem tengist trúnni, draugum og óvissunni um hvað gerist eftir dauðann. Þetta var ég með í huga við myndgerðina. Nota m.a. aðferð sem kallast lumenprint sem er aðferð þar sem filma myndanna er framkölluð á útrunninn ljósmyndapappír. Það er ákveðin óvissa með útkomuna sem mér finnst skemmtileg. Framköllunin tekur frá tveimur upp í tíu tíma og myndin er látin liggja úti í sólinni. Ég var heppin að vera í Danmörku en ekki á Íslandi í sólarleysinu í sumar. Í þessu var ákveðið kaos sem mér finnst skemmtilegt að vinna við.“

Í lokaverkefninu batt hún bókina í tveimur eintökum með forsíðu, gaf afa sínum annað og hin var sjálft lokaverkefnið. „Hún fór svo til útgefandans og bókin var sett upp í endanlegt form en ég var búin að leggja línurnar,“ sagði Katrín og bæði mega þau vera ánægð með útkomuna.

Katrín er Eyjakona, var stundum hjá ömmu og afa í Gvendarhúsi á sumrin og vann á vöktum í makríl í Vinnslustöðinni á unga aldri.

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.