Hafrannsóknastofnun og Ríkiskaup undirrituðu í dag samning um útboðsvinnu fyrir nýtt hafrannsóknaskip. Samninginn undirrituðu Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Ragnar Davíðsson sviðsstjóri þjónustu hjá Ríkiskaupum og Sólmundur Már Jónsson sviðstjóri mannauðs og rekstrar hjá Hafrannsóknastofnun voru viðstaddir undirritunina.
Forsaga málsins er sú að á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí 2018 var samþykkt að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýs hafrannsóknaskips. Nýja skipið kemur í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE 030, sem smíðað var árið 1970 og þykir komið mjög til ára sinna. Hafrannsóknastofnun mun halda áfram að nota Árna Friðriksson RE 200, sem er mun yngra skip, smíðað árið 2000.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.