Kvennalið ÍBV í knattspyrnu gerði góða ferð í Grafarvoginn í gær þegar liðið sótti Fjölni heim í B-riðli 1. deildar kvenna. Lokatölur urðu 0:10 stórsigur hjá Eyjastúlkum, sem hafa farið mjög vel af stað í 1. deildinni en eftir tvo leiki er markatala liðsins 16:0 og fullt hús stiga. Staðan í hálfleik í leiknum gegn Fjölni var 0:7.