Uppgjörið 3 og vonandi síðasti hluti
9. desember, 2018

Ætla að reyna að klára þetta hér og nú.

Eitt af þeim málum sem hvað mesta athygli vakti var bókun mín um að sett yrði saman nefnd til undirbúning fyrir það að einstaklingar eða fyrirtæki vildu fara í vistvæna orkuframleiðslu, hugmyndin er mjög víðtæk og til dæmis gæti ágæt hugmynd Davíðs í Tölvun um rafvæðingu ökutækja bæjarins rúmast þar, en þetta var snarlega fellt af meirihlutanum.

Ýmsar hugmyndir um breytingar á smábáta bryggjustæðum, bæði lagði ég fram og ræddi, en lítið er að frétta af framkvæmdum.

Það eina sem ég lagði fram á þessu tímabili og séð fyrirspurn um frá fyrrum leiðtoga Eyjalistans er varðandi Blátind, en það er ánægjulegt að hann sé loksins kominn á sinn stað og vonandi sér núverandi meirihluti sóma sinn í að fara í nauðsýnlegar lagfæringar á honum.

Það gekk mikið á um áramótin 2015-2016 og greinin sem ég skrifaði þá vakti mikla athygli, en hugmyndin á bak við greinina sem ég skrifaði á þeim tíma var einfaldlega sú, að kanna hvort möguleiki væri á því að fara einhverja aðra leið við að ná frístundakortinu í gegnum meirihlutann, en á þeim tíma lá fyrir að meirihlutinn hafði í annað skiptið á tveimur árum, fellt hugmyndina um frístundakort. Tveimur mánuðum eftir að ég skrifaði umrædda grein lagði meirihlutinn til á bæjarstjórnarfundi í lok febrúar 2016, að tekin yrðu upp frístundakort að ósk Eyjalistans frá og með áramótunum 2016-17. Ég mætti á þennan bæjarstjórnarfund og tilfinningin hjá mér fyrir þessu var svona sennilega ekki ósvipuð og hjá aðalleikaranum í Shawshank Redemption, hann fór í gegn um skít og óþverraskap og kom út svolítið rifinn og tættur, en að öðru leiti alveg tandur hreinn. Margt í kring um þetta mál olli mér miklum vonbrigðum og ekki hvað síst viðbrögð bæjarfulltrúa minnihlutans og fyrir þá sem þekkja málavexti, þá hef ég enn ekki fengið neina afsökunarbeiðni frá meirihlutanum í ráðinu en ég fékk samt stuðning og langar að þakka 3 aðilum fyrir greinarskrif sín á þessum tíma. Fyrst Guðmundur Þ.B., Þórarinn Sigurðsson og nokkru seinna Ragnar Óskarsson, kærar þakkir fyrir stuðninginn strákar.

Síðasta bókun mín í þessu ráði var varðandi ósk um viðbótar fjármagn í utanhússframkvæmdir á Fiskiðjunni, en þar bókaði ég að ég harmaði það, að framkvæmd upp á 158 milljónir stefndi í að fara í allt að 300 milljónir, en mig minnir að í sumar hafi verið birtar tölur um að heildar utanhússframkvæmdir á Fiskiðjunni væru komnar yfir 260 milljónir.

Í ágúst 2016 hætti ég í Framkvæmda- og hafnarráði í samræmi við sveitarstjórnarlög frá 2007, þar sem kemur fram að í mínu tilviki ég, sem hafnarvörður gæti ekki setið í stjórn hafnarinnar og mig minnir að það hafi verið leiðtogi Eyjalistans sem lagði það til að við skiptumst á ráðum og ég færi þá yfir í Umhverfis-og skipulagsráð og samþykkti ég það, en ég veit ekki í dag, hvor okkar sér meir eftir því að hafa samþykkt þetta, en sennilega hefði ég hafnað þessu ef ég hefði vitað hvernig framhaldið yrði.

Starfið í Skipulagsráði gekk bara nokkuð vel framan af og það var ekki fyrr en komið var fram á vor 2017 sem ég fór að gera mér grein fyrir því að þetta væri ekki allt svona slétt og fellt eins og meirihlutinn vildi meina.

Ég fjallaði um afgreiðslu ráðsins á Vestmannabraut 61a og 63b í jóla- og áramóta blaði Eyjalistans. Ég fjallaði einnig í fyrsta hlutanum um afgreiðslur byggingafulltrúa. Það mál hefði aldrei orðið jafn stórt og erfitt ef meirihlutinn hefði bara komið hreint fram, en annars ætla ég ekki að fjalla meira um það.

Ég óskaði eftir umræðum um framtíðar skipulag og lagfæringar á veginum við haugasvæðið, mál sem ég var beðinn um að taka upp. Ég bókaði um slysahættu varðandi staðsetningu Léttis á Vigtartorgi, sem mér skilst að bæjarfulltrúi meirihlutans hafi gert lítið úr, en þetta hafði áhrif, í dag er engin slysahætta af Létti og vonandi fæst fjármagn í að lagfæra þetta skip, enda mikil saga á bak við það.

Ég bókaði um lagfæringar við Gaujulund. Viðbrögð meirihlutans í þessu máli ollu mér vonbrigðum, sem og viðbrögð núverandi formanns ráðsins og Njáls, en ég hef rætt þetta mál við þau bæði, en Jónas, sem séð hefur um Gaujulund árum saman, er eftir því sem ég veit best búinn að taka ákvörðun um að hætta að hugsa um þetta vegna brotinna loforða um vatn og rafmagn inn á svæðið.

Síðasta bókun mín í ráðinu var á síðasta fundinum mínum, en þar var tekin fyrir ósk frá 2Þ ehf, um viðbótar steypusíló (ekki viss um að nafnið sé rétt)við vinnusvæði sitt á Flötunum, en íbúar á svæðinu hafa ítrekað mótmælt þessu. Málið er hins vegar flóki vegna þess, að þetta svæði er skilgreint sem iðnaðar svæði. Í umsókninni kom fram, að óskað væri eftir þessu vegna óvissu um siglingar í Landeyjahöfn og í bókun meirihlutans var gefið tímabundið leyfi, eða frá mars fram í október, en bókun mín var þannig, að að gefnu tilefni vildi ég benda umsækjanda á að samgöngurnar væru ekkert að fara að lagast næsta haust.

Þegar ég lít til baka á sumt af því sem gekk á, þá fer maður að efast um að leiðtogi Eyjalistans hafi í raun og veru verið sá sem réð ferðinni hjá Eyjalistanum og sem dæmi um það, þá var tekin umræða snemma á kjörtímabilinu um það hvort við með þessa félagshyggju tengingu, sem sumir vilja meina, ættum ekki að leggja fram tillögur um það að Vestmannaeyjabær tæki að sér 1-2 flóttamanna fjölskyldur. Þetta sló leiðtoginn strax af borðinu og sagðist hafa samið við bæjarstjórann þáverandi, um að Eyjalistinn myndi ekki leggja fram neinar slíkar hugmyndir á kjörtímabilinu. Mér þótti skrítið að enginn mótmælti þessu, svo ég spurði leiðtogann á þennan hátt: “Ok, gott og vel, en hvað fáum við í staðinn?” og svarið: “Ekkert.”

Á síðasta ári ræddi ég m.a. hugmyndir um að komið yrði upp sjóbaðsaðstöðu og ylströnd í Vestmannaeyjum, sem ég sá að Sjálfstæðisflokkurinn setti á stefnuskrá sína í vor. Einnig ræddi ég í báðum ráðum um hugmyndir um stórskipahöfn fyrir Eiðinu, en þessi mál og fleiri lagði ég aldrei fram formlega vegna þess að leiðtoginn var á móti þeim.

Að lokum þetta. Tíma okkar Sonju hjá Eyjalistanum er þar með endanlega lokið og ég ætla að leyfa mér að segja það, að ég tel að svo sé fyrir fullt og allt, en þessi tenging Eyjalistans við Framsóknarflokkinn, þar sem t.d. núna 2 af 3 efstu eru gall harðir Framsóknarmenn, líkar mér alls ekki og meira að segja hugsa ég að ef valkostirnir væru aðeins Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkur, þá myndi ég sennilega kjósa Sjálfstæðisflokkinn, án þess að fara nánar út í það.

Mig langar að þakka Sonju Andrésdóttur fyrir samstarfið. Við stóðum okkur vel og erum stolt af þeim málum sem við náðum í gegn. Mig langar líka að senda sérstakar þakkir til Hönnu Birnu Jóhannsdóttir í Suðurgarði, en á árum áður störfuðum við saman í pólitík. Hanna sagði alltaf við mig, að það sem væri mikilvægast fyrir fólk sem væri að skipta sér af, væri að koma sér upp pólitísku nefi og já Hanna, þetta virkar, en kosningarnar fyrir 4 árum sem og kosningarnar í vor, sem og vinnubrögð uppstillingarnefndar Eyjalistans við að koma okkur Sonju út eða neðar á lista, sem og vinnubrögð meirihlutans í nefndum og ráðum, allt náði ég á einn eða annan hátt að lesa fyrir fram.

Takk allir fyrir stuðninginn. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að skrifa þegar ég nenni.

Georg Eiður

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.