Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn verður hjá Sea life trust
Audrey Padgett frá Sea Life Trust og Berglind Sigmarsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja

Í gær tók Sea Life Trust formlega að sér að vera upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Berglind Sigmarsdóttir formaður ferðamálasamtakanna sagði í samtali við Eyjafréttir að þeim hafi fundist mikilvægt að upplýsingamiðstöðin væri á hafnarsvæðinu.

„Okkur fannst mikilvægt að vera helst á hafnarsvæðinu með Tourist info þar sem flestir ferðamenn koma til eyja með Herjolfi og að fólk geti þá fengið upplýsingar fljótlega. Einnig starfar hjá Sealife starfsfólk sem áður var hjá Sæheimum og hefur mikla reynslu af upplýsingagjöf til ferðamanna, þekkja Eyjuna mjög vel og hvað hún hefur uppá að bjóða. Í visitor center hjá Sealife er aðstaða til þess að taka á móti fólki og því töldum við þetta vænlegan kost. Þau hafa verið að taka á móti ferðamönnum í sumar en í gær var þetta svona formlega afgreitt. Það var svona spurning um að sjá hversu umfangið er mikið áður en samningurinn var endanlega frágengin,“ sagði Berglind.

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.