Uppsjávarafli dróst saman í júní
16. júlí, 2021

Heildarafli í júní 2021 var 49 þúsund tonn sem er 21% minni afli en í júní 2020. Botnfiskafli var nær óbreyttur frá fyrra ári, tæp 35 þúsund tonn. Af botnfisktegundum veiddist mest af þorski eða tæp 20 þúsund tonn. Uppsjávarafli dróst saman um 54% í júní og var mestmegnis kolmunni, 5.900 tonn og makríll rúm 4.100 tonn.

Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var landaður afli tæplega 1,1 milljón tonn sem er 4% meira magn en var landað á sama tólf mánaða tímabili ári áður. Þar af var uppsjávarafli um 562 þúsund tonn, botnfiskafli 483 þúsund tonn og flatfiskafli tæp 25 þúsund tonn.

Afli í júní 2021 metinn á föstu verðlagi bendir til 4,4% minni verðmæta miðað við júní í fyrra.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.