Pálsstofa verður opnuð á Byggðasafni Vestmannaeyja þann 6. nóvember í tengslum við Nótt safnanna og Safnahelgi á Suðurlandi. Hönnuður sýningarinnar er Ólafur J. Engilbertsson sem ber yfirskriftina Heima og Heiman og er um lífshlaup Páls Steingrímsson, kennara, myndlistar- og kvikmyndatökumann. Á sýningunni verða fjörtíu heimildarmyndir, tæki og tól sem hann hefur unnið með auk ýmissa muna sem hann eignaðist á ferðalögum sínum um víða veröld.