Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum.
Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna byggingarinnar og vakti athygli á umferðaröryggis- og skipulagsmálum.
Sjá einnig: Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi
Byggingarfulltrúi hafði samþykkt umsóknina með skilyrðum um umferðaröryggi, hæð garðveggja og bílastæðanýtingu. Vestmannaeyjabær benti á að byggingin stæðist aðalskipulag og byggingarreglugerðir, hefði lítil áhrif á útsýni, skuggavarp eða innsýn annarra íbúa og valdi ekki hættu fyrir umferð.
Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að kærandi hefði ekki lögvarða hagsmuni sem nægjanlega tengdust ákvörðun byggingarfulltrúa til að fá málið tekið til efnislegrar meðferðar. Nefndin benti á að málsmeðferð sveitarfélagsins væri lokið með samþykkt byggingarleyfis og að almennar spurningar um lögfræðileg álitaefni væru utan valdssviðs nefndarinnar. Því var kærumáli vísað frá úrskurðarnefndinni.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.