Í kvöld fer fram úrslitaeinvígi milli tveggja efstu keppanda í Skákþingi Vestmannaeyja. Þar mætast þeir Hallgrímur Steinsson og Benedikt Baldursson.
Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar formanns T.V. má búast við skemmtilegu einvígi. Hallgrímur hefur unnið mótið nokkrum sinnum áður en Benedikt er að taka þátt í sínu fyrsta móti hjá T.V.
Karl Gauti hvetur áhugasama að mæta í kvöld en hver skák er einungis í 15 mínútur svo að úrslitin eiga að ráðast á 60-90 mínútum. Eina skilyrðið er að hafa þögn á skákstað sem er í Skáksetrinu í Eyjum á horni Heiðarvegar og Vesturvegar. Einvígið hefst klukkan 19.30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst