Sr. �?rsúla Árnadóttir ætlar að leita réttar síns vegna skipunar Viðars Stefánssonar í embætti prests í Landakirkju, Vestmannaeyjaprestakalli. Hún telur að með skipuninni hafi Agnes M. Sigurðardóttir biskup brotið jafnréttislög.
Mbl.is greinir frá.
Fjórir sóttust eftir embættinu. �?að voru þau Anna �?óra Paulsdóttir, María Rut Baldursdóttir, Viðar og sr. �?rsúla. Sú síðastnefnda er sú eina sem hefur hlotið prestvígslu en hin eru með embættispróf í guðfræði.
Sr. �?rsúla hefur leyst af sem prestur í Landakirkju undanfarna ellefu mánuði. Hún segir í samtali við mbl.is að það hafi komið henni verulega á óvart að hún hafi ekki hlotið embættið. Síðustu mánuðir hafi verið farsælir, henni hafi verið hrósað fyrir vel unnin störf og aldrei fengið kvörtun.
Kærunefnd jafnréttismála komst í október á síðasta ári að þeirri niðurstöðu að biskup hefði brotið jafnréttislög þegar sr. �?ráinn Haraldsson var skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli. Sr. �?rsúla kærði ráðninguna en í úrskurði nefndarinnar sagði að sr. �?rsúla hefði verið að minnsta kosti jafnhæf og sr. �?ráinn til að gegn embættinu. Biskup bauð sr. �?rsúlu þrenn mánaðarlaun í sáttabætur vegna málsins og fór svo að hún þáði skaðabætur vegna málsins.
Eftir því sem mbl.is kemst næst hefur sr. �?rsúla sótt um tíu embætti hið minnsta á þessu ári og síðasta ári. Sótti hún um embætti prests í Neskirkju, Árbæjarkirkju, Grafarvogskirkju, Selfosskirkju, Neskirkju og Landakirkju og embætti sóknarprests í Selfosskirkju, Oddaprestakalli, á Eyrarbakka og á Reynivöllum.
Í frétt Eyjafrétta segir að Viðar, sem er 26 ára gamall, hafi starfað sem leiðtogi í barnastarfi, meðal annars í Skálholti og í Áskirkju í Reykjavík. �?á hefur hann starfað sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁA undanfarna mánuði. Hann leggur stund á sálgæslufræði á framhaldsstigi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.