�?rsúla leit­ar rétt­ar síns á ný
Sr. �?rsúla Árna­dótt­ir ætl­ar að leita rétt­ar síns vegna skip­un­ar Viðars Stef­áns­son­ar í embætti prests í Landa­kirkju, Vest­manna­eyja­prestakalli. Hún tel­ur að með skip­un­inni hafi Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up brotið jafn­rétt­is­lög. Mbl.is greinir frá.
Fjór­ir sótt­ust eft­ir embætt­inu. �?að voru þau Anna �?óra Pauls­dótt­ir, María Rut Bald­urs­dótt­ir, Viðar og sr. �?rsúla. Sú síðast­nefnda er sú eina sem hef­ur hlotið prest­vígslu en hin eru með embætt­is­próf í guðfræði.
Sr. �?rsúla hef­ur leyst af sem prest­ur í Landa­kirkju und­an­farna ell­efu mánuði. Hún seg­ir í sam­tali við mbl.is að það hafi komið henni veru­lega á óvart að hún hafi ekki hlotið embættið. Síðustu mánuðir hafi verið far­sæl­ir, henni hafi verið hrósað fyr­ir vel unn­in störf og aldrei fengið kvört­un.
Kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst í októ­ber á síðasta ári að þeirri niður­stöðu að bisk­up hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar sr. �?rá­inn Har­alds­son var skipaður í embætti prests í Garðaprestakalli. Sr. �?rsúla kærði ráðning­una en í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar sagði að sr. �?rsúla hefði verið að minnsta kosti jafn­hæf og sr. �?rá­inn til að gegn embætt­inu. Bisk­up bauð sr. �?rsúlu þrenn mánaðarlaun í sátta­bæt­ur vegna máls­ins og fór svo að hún þáði skaðabæt­ur vegna máls­ins.
Eft­ir því sem mbl.is kemst næst hef­ur sr. �?rsúla sótt um tíu embætti hið minnsta á þessu ári og síðasta ári. Sótti hún um embætti prests í Nes­kirkju, Árbæj­ar­kirkju, Grafar­vogs­kirkju, Sel­foss­kirkju, Nes­kirkju og Landa­kirkju og embætti sókn­ar­prests í Sel­foss­kirkju, Odda­prestakalli, á Eyr­ar­bakka og á Reyni­völl­um.
Í frétt Eyja­f­rétta seg­ir að Viðar, sem er 26 ára gam­all, hafi starfað sem leiðtogi í barn­a­starfi, meðal ann­ars í Skál­holti og í Áskirkju í Reykja­vík. �?á hef­ur hann starfað sem áfeng­is- og vímu­efnaráðgjafi hjá SÁA und­an­farna mánuði. Hann legg­ur stund á sál­gæslu­fræði á fram­halds­stigi hjá End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.