Valdið liggur nú hjá kjósendum
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. 

„Staðan í íslenskum stjórnmálum er snúin og hefur verið það um dágóða hríð. Það hefur engum dulist að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um mikilvæg mál sem brenna á íslensku samfélagi. Það er fáheyrt að einn ríkisstjórnarflokkur álykti á landsfundi sínum um væntanleg endalok ríkisstjórnarinnar auk þess sem sami flokkur hafði gefið út opinberlega að hann myndi ekki standa við samkomulag um áframhaldandi breytingar í útlendingamálum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.

„Svo fór um um síðastliðna helgi að forsætisráðherra tilkynnti um leiðarlok þessarar ríkisstjórnar og ég held að sú ákvörðun hafi verið þjóðinni fyrir bestu. Valdið liggur hjá kjósendum og það er eðlilegt að ríkisstjórn í þessari stöðu þurfi að sækja sér endurnýjað umboð frá kjósendum.

Ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari og horfi með jákvæðum augum á komandi kosningar vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skýra stefnu og trausta sýn á framtíðina. Grunngildi Sjálfstæðisflokksins um einstaklingsfrelsið, að standa vörð um réttarríkið og skynsamlega efnahagsstjórn hafa reynst okkur vel og stuðlað að sterkari stöðu Íslands í heiminum.

Nú höldum við bjartsýn og full eldmóðs inn í snarpa kosningabaráttu. Ég hlakka til að hitta og eiga samtöl við kjósendur í Suðurkjördæmi á næstu vikum,“ segir Guðrún.“

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.