Ný vatnsleiðsla, sem fyrirhugað er að leggja milli lands og Eyja, kom til Vestmannaeyja nú fyrir skömmu. Það er danska fyrirtækið NKT sem framleiðir leiðsluna, eins og fyrir 40 árum síðan þegar fyrsta vatnsleiðslan var lögð milli lands og Eyja. Og það sem meira er, sama flutningaskip, Henry P. Lading flytur leiðsluna nú og fyrir 40 árum. Áætlað er að hefja lagningu leiðslunnar um helgina en verkið er háð veðri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst