Á þriðjudaginn var upplýst að Vegagerðin stefni að því að framlengja samning við Eimskip um rekstur Herjólfs til fyrsta september á næsta ári. Núverandi samningur rennur út um næstu áramót og var bæjarstjórn í viðræðum við Vegagerð um að taka yfir reksturinn um leið og siglingar í Landeyjahöfn hefjast um mitt næsta sumar. Sama dag fundaði bæjarráð og sagðist á engan máta geta samþykkt þær forsendur sem samningur Eimskipa og samgönguyfirvalda gerir ráð fyrir.