Áttunda tölublað Eyjafrétta er komið í dreifingu og er efni þess fjölbreytt að venju. Meðal efnis eru kaup Vinnslustöðvarinnar á Leo Seafood og Ós ehf. Fjallað er um frábæra sýningu LV á Rocky Horror og við fáum að vita að saltfiskur er dýrmæt vara og að vanda þarf til verka. Gísli J. var þekktur fyrir hana Siggu Viggu sem var rödd skynseminnar.
Ítarleg umfjöllun er um starf Krabbavarnar í Vestmannaeyjum er í blaðinu. Kynning á meistaraflokki ÍBV kvenna og svo er hún Sísí komin heim eftir frækin feril í fótboltanum. Loks er það pabbinn sem varð að láta sér nægja að fylgjast með fæðingu sonarins á Facetime.
Eyjafréttir óska lesendum sínum nær og fjær gleðilegs sumars.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.