Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni
Vsv 24 IMG 6301
Síldinni pakkað í öskjur. Ljósmynd/vsv.is

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu.

„Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir fóru aftur á kolmunnaveiðar. Byrjuðu veiðar aftur í gær,“ segir Sindri.

Á sama tíma fór Huginn austur í Héraðsflóa og náði þar í fyrstu síldina á vertíðinni. „Við byrjuðum í gærmorgun að vinna og reikna ég með að við verðum eitthvað inn í helgina.“ Kvóti fyrirtækisins í síld er um 7.000 tonn af norsk-íslenskri síld og 12.000 tonn af íslenskri, að sögn Sindra.

„Stór og fín síld“

Benóný Þórisson, framleiðslustjóri í uppsjávarvinnslu VSV, segir síldina vera bæði stóra og góða. „Ekkert undan því að kvarta,“ segir hann. „Það er góður gangur í vinnslunni, við vinnum á vöktum og erum bæði að flaka og heilfrysta síldina,“ bætir hann við, nýkominn út í á, að renna fyrir fisk þegar fréttaritari vsv.is náði sambandi við hann.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.