Veitir mikilvægar upplýsingar um hver einkenni ofbeldis eru
Á meðfylgjandi mynd eru Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Eva Björk Harðardóttir, formaður SASS og Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS.
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og Lögreglustjórinn á Suðurlandi hafa í sameiningu látið gefa út upplýsingabækling um hvert fólk geti leitað búi það við ofbeldi. Bæklingurinn ber heitið „Býrð þú við ofbeldi“ og er texti hans á íslensku, ensku og pólsku. Útgáfan er liður í forvarnarstarfi lögreglunnar gegn heimilisofbeldi og veitir mikilvægar upplýsingar um hver einkenni ofbeldis eru, þau  alvarlegu áhrif sem það hefur á börn að búa við ofbeldi auk þess sem tilkynningaskylda til barnaverndar er áréttuð og neyðarnúmerið 112.

Samband Sunnlenskra Sveitarfélaga, SASS, styrkti útgáfuna með því að greiða fyrir prentun og er það von þeirra sem að átakinu standa að framhald verði á samstarfi þessara aðila. Rúnari Þór Steingrímssyni, rannsóknarlögreglumanni er þakkað frumkvæði í málinu. 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.