Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í Reykjavík á föstudaginn sl.. Sérstakur heiðursgestur var Ásgeir Sigurvinsson. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni að 70 ára afmæli hans þann 8. maí sl..
Veislustjóri var Martin Eyjólfsson og ræðumenn voru þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson fyrrverandi íþróttafréttamaður. Sigurjón Ragnar fangaði gleðina í gegnum linsuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst