Vel heppnuð Hátíð í bæ

Það var skemmtileg og jólaleg stemmning í miðbæ Vestmannaeyja í gærkvöldi er verslunareigendur stóðu fyrir “Hátíð í bæ.”

Opið var í verslunum til kl. 22.00 og jólasveinar sáust á sveimi. Þá var komið fyrir söluskúrum í Bárustíg þar sem hægt var að versla sér t.a.m. heitt súkkulaði og ristaðar möndlur ásamt því að handverksfólk seldi vöru sína.

Áætlað er að endurtaka leikinn á morgun laugardag sem og á þorláksmessu (sunnudag) og má búast við því að stemmningin verði jafnvel enn meiri þá.

Óskar Pétur rölti rúnt um bæinn í gærkvöldi vopnaður myndavélinni og fangaði stemninguna.

 

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.