„Vinkona mín vann í uppsjávarhúsi VSV 2018. Þegar kom að því að vinkonur hennar sem með henni unnu færu í skóla þegar leið á sumarið hafði hún samband við mig og bauð mér að koma til Eyja og vinna með sér. Mér leist ekki vel á hugmyndina í fyrstu en sló til og nú er ég í uppsjávarvinnslunni þriðja sumarið í röð. Það segir sitt,“ segir Katrín Viktoría Hjartardóttir, nemandi í hugbúnaðarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík og sumarstarfsmaður í pökkun í uppsjávarvinnslu VSV.
„Ég hafði aldrei unnið við neitt sem tengdist sjávarvegi og vissi ekki út í hvað ég var að fara. Svo reyndist þetta vera skemmtilegur og góður vinnustaður. Vinnan er krefjandi en stemning á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn á makrílvertíðinni. Mér finnst reyndar enn betra að vinna á nóttunni en á daginn.
Yfirleitt er ég í pökkuninni en var líka um tíma á afhausunarvélum í fyrra. Tekjurnar eru ágætar og það er auðvitað hluti skýringar á því að ég kem aftur aftur.
Gott er líka að reyna á sig líkamlega á sumrin og mæta svo endurnærður og í góðu formi að tölvuskjánum í skólanum á haustin.“
Katrín Viktoría er Reykvíkingur og á ekki ættir að rekja til Vestmannaeyja. Tilviljun réði því sem sagt að hún kom hingað sumarið 2018 og síðan aftur og aftur. Hún undir hag sínum afar vel.
„Hér er gott að vera. Eyjamenn eru fínasta fólk í krúttlegu samfélagi!“






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.