Verði enn til taks fyrir samfélagið eins lengi og unnt er

Á síðasta bæjarráðsfundi komu Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á framfæri að mjög mikilvægt væri að gamli Herjólfur yrði til takst áfram í Vestmananeyjum og hvernig væri hægt að nýta hann áfram.

Í bókun segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að Herjólfur verði áfram í þjónustu í samgöngum við Vestmannaeyjar eins lengi og unnt er en í samningum við Vegagerðina um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju var tryggt að hann yrði til taks fyrir samfélagið amk. til tveggja ára. Verði Herjólfur III á einhverjum tímapunkti fengið nýtt hlutverk t.a.m. sem nýtt skólaskip slysavarnaskóla sjómanna líkt og minnst var á að stæði hugsanlega til í Morgunblaðinu þann 8. júní s.l. telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins það eðlilega ráðstöfun að starfsemi skólans yrði með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum. Sú ráðstöfun væri bæði skynsamleg og í takt við stefnu stjórnvalda, bæði sökum hlutfallslegrar stærðar fagstéttarinnar í samfélaginu og nálægðar við útgerð og vinnslu. Slík ráðstöfun væri til þess fallin að fjölga störfum á landsbyggðinni og auka fjölbreytileika atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Í Vestmannaeyjum er öflugt fræðasamfélag sem gæti vel nýst við kennslu, nýsköpun og eflingu fræðslunnar en fjölbreyttar og góðar námsaðstæður eru einnig fyrir hendi í sveitarfélaginu og m.a. gæti ný, stór og glæsileg hvalasundlaug boðið upp á einstaka möguleika sem aðstaða til björgunaræfinga úr sjó. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja því þingmenn kjördæmisins og samgönguráðherra að hafa það að markmiði við framtíðarráðstöfun Herjólfs III að Vestmannaeyjahöfn verði áfram heimahöfn ferjunnar.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.