Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum og fáa fáum við skemmtilegri í heimsókn. Í hvívetna hefur hann sýnt okkur skilning og vikið að okkur hlýjum orðum og góðum gjörðum.