Hin árlega skemmtun Félags kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum og VR verður í Höllinni laugardagskvöldið 5.nóvember næstkomandi.
Eins og alltaf áður er vandið til skemmtunarinnar og munu Eurobandið, með Friðrik �?mar og Regínu í broddi fylkingar sjá um dansleikinn og að sjálfsögðu að hita upp á kvöldinu sjálfu. Hinn eini sanni Haraldur Ari mun stýra veislunni og stjórna spurningakeppni á milli borða og síðan munu meðal annars þau Leó Snær og Sara Renee skemmta gestum. Gaman verður að heyra í þeim saman, en þau hafa verið að slá í gegn í sitthvoru lagi hér í Eyjum undanfarið. �?á verður hið sívinsæla happdrætti á sínum stað. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á skemmtunina og ballið og hvetjum við saumaklúbba, félagasamtök og fyrirtæki til að fjölmenna á þetta glæsilega kvöld og fagna með verslunarfólki í Vestmannaeyjum. Miðaverð verður kr. 9.800,- fyrir glæsilegan kvöldverð, skemmtun og dansleik.
Allar nánari upplýsingar veitir Gréta í Eyjavík í síma 893-1511 eða greta@eyjavik.is og hún tekur einnig við borðapöntunum.