Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðumaður Í�?róttamiðstöðvar og íþróttafulltrúi Vestmannaeyjabæjar hefur verið ráðinn starfsmannastjóri Vestmannaeyjabæjar. �?að sóttu sjö um starfið, tveir karlar og fimm konur. Umsækjendur voru: Eydís �?sk Sigurðardóttir, Sara Jóhannsdóttir, Thelma Sigurðardóttir, Eva María Jónsdóttir, Einar Kristinn Helgason, Arnsteinn Ingi Jóhannesson og
Kristbjörg Jónsdóttir.
Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá bænum segir að starfið sé að hluta til nýtt starf. �??�?að er viðbótarstöðugildi við starf sem fyrir var á skólaskrifstofunni og var um 50% starfshlutfall. �?að starf fól í sér allt utanumhald um starfsmenn á fræðslusviðinu og innleiðingu og eftirfylgni á tímaskráningarkerfinu Vinnustund,�?? sagði Rut.
Ákveðið var að ráða starfsmannastjóra í fullt starf sem sæi þá um allt starfsmannahald sveitarfélagsins. �??Í stuttu máli hefur Starfsmannastjóri umsjón með launa- og mannauðsmálum Vestmannaeyjabæjar í samvinnu við framkvæmdastjóra sviðanna. Starfsmannastjóri sinnir alhliða ráðgjöf um mannauðsmál til stjórnenda og starfsfólks. Hann stýrir stefnumótandi verkefnum eins og gerð og eftirfylgni við mannauðsstefnu, velferðastefnu og starfsmannahandbókar. Hann hefur einnig umsjón með framkvæmd ýmissa mannauðstengdra mála svo sem ráðningum, starfsþróunaramtölum, símenntunaráætlunum og vinnuumhverfismálum. Hefur einnig umsjón og eftirfylgni með kjarasamningum, launakeyrslum mannauðsupplýsingakerfum.�??