Vestmannaeyjabær auglýsir lóðir á athafnasvæði við flugvöll
8. nóvember, 2021

Um er að ræða 11 lóðir fyrir létta athafnastarfsemi í norðurhluta athafnasvæðis við flugvöll (AT-3). Lóðarstæðir eru á bilinu 435-1014 m2 og byggingamagn á bilinu 240-896 m2. Lóðir og byggingarreitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti og greinagerð. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins. Vakin er athygli á að lóðunum fylgir kvöð um frágang lóðamarka, stærð og afmörkun geymslusvæða og lýsingu.

Gögn með umsókn:

Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð.
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum nr. 131/2006. Gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 og á vef Vestmannaeyjabæjar.
Lóðirnar eru afhentar í núverandi ásigkomulagi. Gatnagerð mun fara fram samhliða uppbyggingu á lóðum. Áætlað er að hægt verði að hefja framkvæmdir í júlí 2022.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember næstkomandi.

Sækja um lóð

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.