Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir tilboðum í framkvæmd Hásteinsvallar. Verkið felur í sér umfangsmikla uppsetningu á nýjum ljósamöstrum og nútímalegri LED flóðlýsingu á knattspyrnuvellinum. Útboðsverkið inniheldur hönnun, útvegun, uppsetningu og frágang á ljósamöstrum ásamt á LED flóðlýsingu. Gert er ráð fyrir að lokaskil verks verði 30. júní 2026.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg rafrænt og án endurgjalds á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar frá og með þriðjudeginum 25. nóvember 2025 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á sama vef eigi síðar en þriðjudaginn 16. desember kl. 14.00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst