Vestmannaeyjabær fær ekkert af viðbótarframlagi Jöfnunarsjóðs

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 22. desember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 196,7 milljónum króna.

Nokkur stærri sveitarfélög fá ekkert af þessu viðbótarframlagi og eru Vestmannaeyjabær þar á meðal. Útreikningur á skiptingu 196,7 milljóna króna framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu þjónustusvæða á árinu 2019 og skiptihlutfalli svæða. Framlagið hefur þegar verið greitt út.

Á grundvelli 2. gr. reglugerðar nr. 616/2020 um framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020 er heimilt að veita sérstök viðbótarframlög til þeirra þjónustusvæða þar sem kostnaður við reksturinn er verulega íþyngjandi. Í greiðslu- og rekstraráætlun sjóðsins 2020 er gert ráð fyrir að viðbótarframlög á árinu geti numið allt að 400 m.kr. Þegar hafa komið til greiðslu framlög að fjárhæð 203,3 m.kr. vegna kostnaðar sem hefur beina tengingu við Covid-19.

 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.