Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun, laugardag. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km, og verður ræst frá íþróttamiðstöðinni kl.12:30.
„Veðurspáin er góð. Við vonum að hundrað keppendur taki þátt, nú hafa 80 skráð sig,” segir Magnús Bragason, einn skipuleggjenda hlaupsins. Skráning og upplýsingar má nálgast hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst