Nýtt kvótaár hófst á miðnætti. Að þessu sinni er úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið, samanborið við um 384 þúsund þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð. Samdráttur á milli ára samsvarar því um 12 þúsund þorskígildistonnum.
Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert miklu meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Vestmannaeyjum en þau ráða yfir 11,4% úthlutunarinnar samanborið við 10,6% í fyrra. Næstmest fer nú til Grindavíkur, eða 10,9% af heildinni samanborið við 11,0% á fyrra ári. Skip með heimahöfn í Reykjavík fá úthlutað 10,6% af heildinni samanborið við 11,6% í fyrra. Hér hafa þau tíðindi gerst að Reykjavík, sem hefur til fjölda ára verið sú höfn landsins þar sem mestu aflamarki er úthlutað til, fellur úr fyrsta sæti í það þriðja. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu.
Vestmannaeyjar eru því enn á ný orðinn stærsti útgerðarstaður landsins.
Hér fyrir neðan má sjá skiptinguna á Eyjabátum





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.