�?að hefur á öllum stundum verið vilji Eyjamanna að hér í Vestmannaeyjum sé gott að eldast. �?að eru eldri borgararnir sem byggðu upp okkar góða samfélag. Á seinustu árum hefur orðið mikil breyting á áherslum í öldrununarþjónustu, sérstaklega í húsnæðismálum og heimaþjónustu. Kröfur um aukið sjálfstæði og öryggi eru sjálfsagðar. Áður fyrr var fólk annaðhvort heima eða á stofnunum sem öllu jöfnu voru kölluð �??elliheimili�??. Í dag á fólk hinsvegar kost á heimaþjónustu, hvar sem það býr og hefur aðgang að félagsstarfi við hæfi.
Stefna Vestmannaeyjabæjar er að tryggja aukið sjálfstæði í búsetu- og þjónustuþáttum og tryggja að þjónustan sé ekki stofnanabundin heldur búi eldra fólk við eðlilegt heimilislíf á meðan það sjálft kýs og hefur tök á. Hér í Eyjum fjölgar eldri borgurum nokkuð hratt. Sá íbúahópur sem flutti til Vestmannaeyja að gosi loknu og byggði hér bjartan bæ úr ösku er nú að komast á þann aldur sem við köllum �??eldri borgara�??.
Staðan núna er að mörgu leiti góð þótt sterkur vilji sé til að gera gott betra. Til að mynda er á fáum stöðum á landinu styttri biðlisti eftir dvarlarrýmum og hjúkrunarrýmum en hér í Eyjum. Í dag er einn aðili á biðlista eftir hjúkrunarrými og einn á biðlista eftir dvalarrými (aðilinn sem býður eftir hjúkrunarrými er í dvalarrými). Á seinasta ári hafa stór skref verið tekin til að byggja hér upp fyrirmyndasamfélag fyrir aldraða, og áfram skal haldið:
·Byggðar verða 5 til 7 nýjar þjónustuíbúðir fyrir aldraða
· Aðstaða til dagþjónustu (föndur, hárgreiðsla, líkamsrækt og fl.) á Hraunbúðum verður stækkuð og endurbætt
· Byggð verður ný hjúkrunarálma fyrir fólk sem glímir við heilaröskun svo sem Alzheimer.
· Í samstarfi við einkaaðila hefur íbúðum fyrir aldraða í Kleifarhrauni verið fjölgað mikið.
· Nú þegar hefur verið komið upp glæsilegri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í Kviku. �?ar fer nú fram öflugt félagsstarf svo sem söngstarf, dans, föndur, minigolf, billjard og fl. Áfram verður haldið að byggja þar upp þjónustu.
· Staðið verður við bakið á félagi eldri borgara í uppbyggingu á öflugu félags- og tómstundastarfi.