Viðbúnaður var á Vestmannaeyjaflugvelli nú rétt áðan þegar vél frá Atlantsflugi náði ekki niður hjólabúnaði þegar hún var að koma inn til lendingar. Sjúkralið, slökkviðlið og lögregla voru kölluð út og voru í viðbragsstöðu. Flugmanni tókst að pumpa niður hjólunum og lending gekk vel.
Flugmaðurinn var einn í vélinni.
Vélin var að koma frá Bakkaflugvelli en mikið hefur verið flogið milli lands og Eyja vegna stöðu mála í samgöngum á sjó sem eru í klúðri.