Pramminn, Henry P Lading, sem notaður verður við viðgerðina á Vestmannaeyjastreng 3, er lagður af stað til Íslands. Hann mun koma við í Hollandi þar sem viðgerðarstrengurinn verður lagður um borð. Reiknað er með því að viðgerð ljúki í kringum 13. júlí.
Þetta segir á Facebook síðu Landsnets, þar sem fram kemur að viðgerðin á strengnum er eitt stærsta viðgerðarverkefni í sögu fyrirtækisins.
Hér er hægt að fylgjast með prammanum á leið til landsins: https://www.marinetraffic.com/en/ais/home/shipid:153791/zoom:10
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst