Síðastliðið sumar tók Vestmannaeyjabær í notkun fimm þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Eyjahrauni 1. Íbúðirnar eru fimm og alls sex íbúar. “Þetta fyrirkomulag á búsetuformi hefur ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ, svo þetta er í þróun. Með tímanum verða teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af ein til viðbótar fyrrihluta næsta árs. Þjónustuíbúðir eru hugsaðar sem millistig á milli þess að einstaklingar treysta sér ekki lengur til að búa lengur heima en eru ekki orðnir í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými. Millistig sem vantaði inní þjónustuna hjá Vestmannaeyjabæ,” sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í ræðu sinni við vígsluna.
Innifalið í þjónustupakka tengdum íbúðunum er eftirfarandi sem íbúar greiða fyrir eru öryggiskerfi með möguleikum á fullkomnum skynjurum ofl, þjónusta t.d. þvottar og þrif, innlit og eftirlit, starfsmaður í húsi fyrir hádegi alla virka daga, innlit seinni part. Fylgd með einstaklingi yfir á Hraunbúðir og tilbaka ef þörf er á. Möguleiki á dagþjónustu alla virka daga á Hraunbúðum s.s tómstundastarf, leikfimi. Matur alla virka daga val um að borða á Hraunbúðum eða fá sendan mat heim. Heimsendur matur um helgar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst