Vildi vita af hverju staðan var ekki auglýst
Karl Gauti Hjaltason þingmaður

Karl Gauti Hjaltason alþingismaður var með óundirbúna fyrirspurn sem hann beindi til dómsmálaráðherra í gær um stöðu sýslumannsins í Vestmannaeyjum og af hverju sú staða hafi ekki verið auglýst.

„Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að allir íbúar landsins hafi sem jafnastan aðgang að stofnunum hins opinbera og á ríkinu hvílir skylda til þess að svo sé. Þannig verður ríkisvaldið að leitast við að sinna öllum íbúum landsins og hefur lengi verið viðurkennd sú skipan að í dreifðum byggðum sé þessari opinberri þjónustu sinnt þannig að hver og einn þurfi ekki að leita mjög langt eftir sjálfsagðri þjónustu hins opinbera og hafi að henni tiltölulega greiðan aðgang. Þetta er auðvitað ekki auðvelt viðfangsefni og hefur löggjafinn því sett fyrirmæli um hvernig margháttaðri þjónustu ríkisins skuli háttað í landinu.
Í nýlegum lögum um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði frá 2014 er einmitt að finna ein slík fyrirmæli til framkvæmdavaldsins. Þar er í 2 grein, landinu skipt í níu sýslumannsembætti og þar undir er umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum og segir að þar skuli vera staðsettur sýslumaður

Við þessa lagabreytingu árið 2014 var sýslumannsembættum fækkað niður í u.þ.b. þriðjung frá því sem hún var um síðustu aldamót. Þá kom tilkynning á vefsíðu ráðuneytisins nú í lok janúar, sem kom okkur þingmönnum Suðurkjördæmis verulega á óvart að sýslumaðurinn á Suðurlandi væri settur tímabundið í stöðu sýslumannsins í Vestmanneyjum meðan hann gegndi öðrum störfum á meðan og í tilkynningu ráðuneytisins sagði að þessar breytingar væru í samræmi við áform dómsmálaráðherra, sem hún hefur kynnt bæði ríkisstjórn og sýslumönnum, um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins í héraði sem sýslumönnum hefur verið falið

Ég vil spyrja hæstvirtan dómsmálaráðherra hver þessi áform eru nákvæmlega? Hverju má það sæta að embætti sýslumanns Eyjamanna er ekki auglýst þegar það liggur fyrir að sá sem gegnir því er tímabundið að fara til annarra starfa ?“

Hvers vegna var ekki auglýst
„Ég vil minna á að þessi ráðstöfun hæstv. ráðherra er gerð fyrirvaralaust og meðal annars lýsti Páll Magnússon því í ræðu á þingi 30. janúar sl. hvernig hann, sem er 1. þingmaður kjördæmisins, fékk á skotspónum fregnir af þeirri ráðstöfun ráðherrans, sem er samflokksþingmaður hans. Það sætir mikilli furðu að þetta sé gert á þann hátt og ég vil spyrja: Hvers vegna var ekki auglýst tímabundið embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum?

Á hvaða vegferð er Sjálfstæðisflokkurinn? Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur verið unnið markvisst að því að leggja niður embætti stjórnsýslu í héraði. Sýslumannsembættin hafa verið lögð niður undir forystu hans og sýnist mér eiga að halda áfram á sömu braut. Ég nefni sem dæmi Vík í Mýrdal, og þetta er ekki allt í mínu kjördæmi, Höfn á Hornafirði, Neskaupstað, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Hólmavík, Patreksfjörð, Búðardal og Akranes. Ég gæti nefnt fleiri dæmi. Þetta eru þau embætti sem hafa verið lögð niður undanfarin ár, á vakt Sjálfstæðisflokksins.

Eru það áform hæstv. ráðherra að gera kannski bara eitt sýslumannsembætti á landinu sem verður þá staðsett í Reykjavík? Þeir eru iðnir við að stofnsetja embætti á höfuðborgarsvæðinu og vil ég nefna nýlegt frumvarp um þjóðarsjóð.“

Sigríður Á. Andersen Dómsmálaráðherra

Þjónustan er algerlega óbreytt í Vestmannaeyjum
Sigríður Á. Anderssen Dómsmálaráðherra svaraði Karli Gauta og byrjaði á að þakka honum fyrir þessa góðu yfirferð yfir þá hagræðingu og þá skynsamlegu ráðstöfun á skattfé sem hefur orðið í tengslum við lokun á einstökum útibúum úti á landi. „Hingað til hefur sýslumannsembættum ekki fækkað, haldið er úti þjónustu. Tökum Vestmannaeyjar af því að þær eru sérstaklega til umræðu. Í Vestmannaeyjum hefur ekki nokkurn skapaðan hlut verið dregið úr þjónustu þótt sýslumaðurinn hafi tekið sér tímabundið leyfi frá störfum og sitji hérna í Reykjavík til að vinna fyrir sýslumannaráð sem hefur verið ómannað hingað til, ómannað sýslumannaráð en hefur þó hlutverki að gegna og fær núna starfsmann. Sýslumaðurinn hefur enn þá sína skipun og það kemur ekki til greina að skipa í það embætti eða auglýsa tímabundið. Það þjónar engum tilgangi þegar verið er að skoða öll embættin í heild og verkefnin og verkefnastöðu. Það sem mestu máli skiptir er að þjónustan er algerlega óbreytt í Vestmannaeyjum þótt sýslumaðurinn hafi komið upp á land í sátt og samlyndi við aðra sýslumenn og sýslumannaráð. Þjónustan er algerlega óbreytt og það er það sem mestu máli skiptir.“

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.