Vilja færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja

Rafmagn til Vestmannaeyja, forgangsorka, varaafl og rafmagnsþörf voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Fram kom að bæjarstjóri fundaði með ráðherra orkumála þann 6. janúar sl. Á fundinum fór bæjarstjóri yfir stöðuna á rafmagnsþörf, forgangsorku, varaafli, flutningskerfi, gjaldtöku og þörf með tillit til orkuskipta. Þá hefur bæjarstjóri óskað eftir því við 1. þingmann kjördæmisins að þingmenn kjördæmisins fundi með bæjarráði vegna málsins.

Landsneti ber lögum samkvæmt að tryggja varaafl fyrir forgangsorku. Það varaafl er ekki til staðar í Vestmannaeyjum í dag. Bæjarstjóri lagði til við bæjarráð að ráðið myndi senda formlegt erindi á Landsnet vegna færanlegra varaaflsstöðva til að hægt sé að tryggja eins mikið varaafl og mögulegt er á loðnuvertíðinni.

Bæjarráð þakkaði upplýsingarnar og samþykkti tillögu bæjarstjóra um að senda formlegt erindi á Landsnet vegna færanlegra varaaflsstöðva til Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.