Vilja fund með ráðherra vegna þjóðlendukröfu
herj_innsigling_tms
Íslenska ríkið gerir kröfu til þess að hluti af Heimaey sem og allar úteyjar og sker við Heimaey, sem hingað til hafa verið talin eign Vestmannaeyjabæjar, heyri undir íslenska ríkið sem þjóðlenda. Eyjar.net/Tryggvi Már

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni.

Líkt og áður hefur komið fram lýsti fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998.

Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir kröfum frá ríkinu og koma þær fram í kröfulýsingu ríkisins, nefndin kallar nú eftir kröfum frá þeim sem hafa öndverða hagsmuni við ríkið og skal skila skriflegum kröfum til nefndarinnar fyrir 15. maí nk.

Í formála kröfulýsingarinnar kemur fram að ekki hafi verið unnt að beita hefðbundnum aðferðum við framsetningu kröfulýsingarinnar vegna sérstöðu svæðisins gagnvart öðrum kröfusvæðum sem óbyggðanefnd hefur þegar fjallað um.

Bæjarstjórn hefur sent fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf og mótmælt kröfulýsingunni.

https://eyjar.net/hver-er-eiginlega-tilgangurinn-med-thessu/

Bæjarráð skorar á fjármála- og efnahagsráðherra að draga til baka þessa kröfulýsingu sem ráðherra, fyrir hönd ríkisins, gerði í Vestmannaeyjar. Það er með öllu ótækt að ríkið taki ákvörðun um að þinglýstur kaupsamningur, sem byggði á grundvelli sérstakrar lagasetningar þar um, frá árinu 1960 sé ekki virtur. Samkvæmt þeim kaupsamningi keypti Vestmannaeyjakaupstaður allt land í Vestmannaeyjum af ríkissjóði Íslands.

Þá fól bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir fundi með ráðherra vegna málsins.

https://eyjar.net/vilja-ad-hluti-vestmannaeyja-verdi-thjodlenda/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.