Vill að óbyggðanefnd endur­skoði af­stöðu sína
19. febrúar, 2024
Þórdís_kolbrun_eyjar (1000 x 667 px) (1)
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/samsett

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar.

Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, Vestmannaeyjar, Grímsey og fleiri eyjar í kringum Ísland.

„Ég skil að mörgum hafi brugðið og því er rétt að taka af allan vafa strax: Hvorki ég né ríkið höfum það að markmiði að sölsa undir okkur eyjar landsins sem eru í einkaeigu. Kjarni málsins er að verið er að framfylgja skrefi 17 af 17 samkvæmt lögum frá árinu 1998 sem að þvert á móti snýst um að eyða óvissu um eignarréttindi lands.“

Ítrekar að einkaaðilar eigi þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum

Í grein ráðherrans á Vísi segir Þórdís Kolbrún að sem betur fer séu gerðar ríkar kröfur til jafnræðis og hlutlægni í öllum aðgerðum ríkisins. Í þjóðlendulögum felist tiltekin málsmeðferð.

„Að fara fram hjá málsmeðferð þjóðlendulaga í eina svæðinu, svokölluðu svæði 12, sem eftir er í framkvæmd byggða á aldarfjórðungsgömlum lögum færi þá gegn jafnræði og hlutlægni, sér í lagi gagnvart hinum 16 svæðunum sem tekin hafa verið fyrir af óbyggðanefnd allt frá aldamótum.“

Þórdís segist þó hafa sínar skoðanir á lögunum og framkvæmd þeirra. Hún telur ríkið eiga enga hagsmuni af því hvar mörk þjóðlendna eru heldur eingöngu að óvissu um mörk sé eytt.

„Af því leiðir að ég tel heldur ekki þörf á því að ríkið beri úrlausn óbyggðarnefndar, sem ekki eru í samræmi við kröfugerð ríkisins, sífellt undir dómstóla. En ítreka að einkaaðilar eiga þann skýlausa rétt að fá úrlausn hjá dómstólum ef þeir una ekki við niðurstöðu óbyggðanefndar án þess að bera þann kostnað.“

Ekki gerðar breytingar í tíð Páls

Þá vísar Þórdís til þeirra orða sem Páll Magnússon vitnar til í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, „svona gerir maður ekki.“

„Ráðherrar, sem eru hvoru tveggja í senn, stjórnmálamenn með hugsjónir og fara með framkvæmdavald samkvæmt stjórnarskrár, geta einfaldlega ekki alltaf gert það sem þá langar til. Sem betur fer búum við í þannig samfélagi. Þótt það geti reynt á þolrif ráðherra og borgara sömuleiðis. Fara verður eftir leikreglum, ekki geðþótta sitjandi ráðherra.“

Þá rifjar Þórdís upp að leikreglum hafi lítillega verið breytt árið 2020 þegar lögunum um þjóðlendur hafi verið breytt. Hún rifjar upp að Páll hafi verið formaður allsherjar- og menntamálanefnd við það tilefni.

„Þar var meðal annars lagt til að óbyggðanefnd yrði heimilt að hefja málsmeðferð vegna landsvæða utan strandlengju meginlandsins með áskorun um að lýsa réttindum en síðan taki við hefðbundin málsmeðferð. Þannig gætu þeir aðilar sem í upphafi vekja athygli á réttindum sínum, ekki endilega þurft að sæta viðameiri meðferð.“

Litið hafi verið á að skynsamlegra hefði verið að gera þessa heimild að skyldu. Í meðförum málsins hjá þingnef Páls hafi hinsvegar engin slík breyting verið lögð til. Ráðuneytið hafi svo 2023 lagt til að þessi leið yrði farin en óbyggðanefnd ekki fallist á þau sjónarmið.

Hefur engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land

„Í ljósi alls þessa hef ég farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún enduskoði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023. Að sjálfsögðu þarf slíkt að standast almennar kröfur, eigi við um allt svæðið og standast fyrrgreindar kröfur jafnræðis og hlutlægni.“

Þórdís segir öllum mega vera ljós, þó sjálfsagt sé að leiðrétta þann misskilning sem gætir, að það sé ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að taka þau landsvæði sem háð séu beinum eignarréttindum.

„Sú kona sem þetta ritar hefur reyndar engan áhuga á því að ríkið sölsi undir sig frekara land. En ég fylgi lögum, hreyfi mig innan þess svigrúms sem ég hef í krafti þess embættis sem ég gegni. Ég myndi vilja segja: Gerum betur næst, en blessunarlega er þetta lokahnykkur í verkefni, sem hófst árið 1998.“

Alla grein ráðherrans má lesa hér.

https://eyjar.net/kostnadurinn-hleypur-a-milljordum/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.