Vill veita Markarfljóti inn í Landeyjahöfn
Jón Kristinsson, umhverfisarkitekt og frumkvöðull á sviði sjálfbærrar byggingalistar leggur til að Markarfljóti verði veitt inn í Landeyjahöfn til að gera hana sjálfhreinsandi. Vegagerðin vinnur að endurbótum á höfninni sem eiga að gera það kleift að dæla sandi úr henni úr landi, þessu greinir Rúv frá.

Minni sandur í kerfinu
Landeyjahöfn var opnuð í ágúst 2010 og þá um vorið gaus Eyjafjallajökull. Flóðið sem kom frá því gosi  flutti með sér geysilegt magn af sandi  og myndaðist sandtangi út við Markarfljótsósa.  Sigurður Sigurðarsson,  er strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni og hefur starfað við það í meir en þrjá áratugi.

„Fyrstu árin eftir byggingu hafnarinnar að þá eru sandvandamálin miklu meiri en þau eru í dag. Núna eru sandbunkarnir sitt hvoru megin við höfnina þeir eru nær landi.  Við orðum það þannig að það er töluvert minni sandur í kerfinu í dag heldur en var fyrstu árin.“

Þrátt fyrir það er sandur ennþá vandamál hafnarinnar því skilyrði fyrir dæluskip hafa verið mjög slæm. Sigurður segir að vitað hafi verið að sandsöfnunun yrði við mynni hafnarinnar.

„Við vissum að hún yrði einhver en hún hefur orðið mun meiri heldur en okkar erlendu ráðgjafar spáðu fyrir um. Og sérstaklega hefur þessi gluggi sem er opinn til dýpkana hann er mun styttri en menn höfðu gert sér grein fyrir“

Rúv.is greindi frá og hægt er að lesa meira um málið hérna.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.