Minni sandur í kerfinu
Landeyjahöfn var opnuð í ágúst 2010 og þá um vorið gaus Eyjafjallajökull. Flóðið sem kom frá því gosi flutti með sér geysilegt magn af sandi og myndaðist sandtangi út við Markarfljótsósa. Sigurður Sigurðarsson, er strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni og hefur starfað við það í meir en þrjá áratugi.
„Fyrstu árin eftir byggingu hafnarinnar að þá eru sandvandamálin miklu meiri en þau eru í dag. Núna eru sandbunkarnir sitt hvoru megin við höfnina þeir eru nær landi. Við orðum það þannig að það er töluvert minni sandur í kerfinu í dag heldur en var fyrstu árin.“
Þrátt fyrir það er sandur ennþá vandamál hafnarinnar því skilyrði fyrir dæluskip hafa verið mjög slæm. Sigurður segir að vitað hafi verið að sandsöfnunun yrði við mynni hafnarinnar.
„Við vissum að hún yrði einhver en hún hefur orðið mun meiri heldur en okkar erlendu ráðgjafar spáðu fyrir um. Og sérstaklega hefur þessi gluggi sem er opinn til dýpkana hann er mun styttri en menn höfðu gert sér grein fyrir“
Rúv.is greindi frá og hægt er að lesa meira um málið hérna.